Enski boltinn

Bolton náði í dýrmæt stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Leikmenn Bolton unnu í kvöld afar dýrmætan sigur á Aston Villa, 2-1, og fengu þar með dýrmæt stig í fallslag ensku úrvalsdeildarinnar. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton að venju og spilaði allan leikinn.

Stephen Warnock kom þó Villa yfir í seinni hálfleik með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Charles N'Zogbia frá hægri kantinum.

Það mark kom á 61. mínútu en á þeirri 63. náðu leikmenn Bolton að skora tvívegis og tryggja sér þar með sigur í leiknum. Fyrra markið skoraði Martin Petrov úr vítaspyrnu en David Ngog skoraði sigurmarkið eftir laglegan sóknarleik Bolton-manna.

Bolton er nú einu stigi frá öruggu sæti en á þó leik til góða á önnur lið í fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×