Innlent

Árásin litin alvarlegum augum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Garðabæ í síðustu viku.
Atvikið átti sér stað í Garðabæ í síðustu viku. mynd/ Sigurjón
Árás starfsmanns á barn skammtímavistun fyrir fötluð börn í Garðabæ í síðustu viku er litin mjög alvarlegum augum, segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir upplýsingastjóri Garðabæjar. Barnið sem varð fyrir árásinni marðist illa á hendi, en hlaut ekki önnur meiðsl. Vísir hefur ekki upplýsingar um hver aðdragandinn að árásinni var.

„Þetta er mjög alvarlegt atvik sem við lítum mjög alvarlegum augum. Það verður farið yfir alla ferla og athugað hvernig hægt er að læra af þessu," segir Guðfinna. Hún segist ekki vita til þess að sambærilegt atvik hafi átt sér stað á þessu tiltekna heimili áður. „Sem betur fer er þetta ekki eitthvað sem við erum að glíma við dagsdaglega," segir Guðfinna.

Sigurbjörg G. Friðriksdóttir, forstöðumaður á heimilinu, sagði við Vísi fyrr í dag að öðru starfsfólki á heimilinu hafi brugðið mjög vegna atviksins. Hún sagði jafnframt að foreldrar barnsins sem varð fyrir árásinni hafi sýnt heimilinu mikinn skilning, þrátt fyrir atvikið, og barnið sé enn á heimilinu.


Tengdar fréttir

Starfsmaður veittist að fötluðu barni

Starfsmaður á skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni í Garðabæ veittist að barni á heimilinu í síðustu viku. Barnið er ekki alvarlega slasað en er með stórt mar á handlegg, samkvæmt upplýsingum Vísis. Atvikið hefur verið kært til lögreglu, eins og fram kemur á fréttavefnum Pressunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×