Á leiðinni í gjaldþrot vegna umgengni leigjanda 29. apríl 2012 18:15 Hjón sem leigðu húsið sitt í Keflavík á meðan þau bjuggu og störfuðu í Noregi eru á leiðinni í gjaldþrot vegna leigjanda sem þau segja að hafi beinlínis eyðilagt allt inni í húsinu og að auki hafi hugsanlega kannabis verið ræktar í bílskúrnum. Konan greinir frá reynslu sinni á Facebook og frásögn hennar er vægast sagt sláandi: „Þegar að við komum svo keyrandi að húsinu blasti skelfileg sjón við okkur, í innkeyrslunni fyrir framan bílskúrinn voru stæður af svörtum plastpokum fullum af drasli, hurðin milli skúrs og húsins var ónýt og í garðinum fyrir framan húsið lág meðal annars dýnur úr hjónarúmi og brotin húsgögn sem hafði verið hent fram af svölunum. Ég var komin með hjartað upp í háls og kvíðinn í maganum óx og óx og vonaðist til að ástandi væri nú betra innan dyra. Ég komst inn í ganginn gat kíkt inn í stofu og geymsluna undir stiganum þá bara varð ég að komast út því lyktin var mér um megn og eyðileggingin algjör, ég stóð bara úti á plani og grét. Eftir nokkra stund ákvað ég að harka þetta af mér og fara inn aftur og kíkja á restina. Við vorum orðlaus á því að nokkur manneskja gæti gengið svona um og hvað þá meira búið í þessum viðbjóði með tvo lítil börn! Meira að segja þegar að við rótuðum með fætinum í draslinu á gólfinu var hundaskítur í hrúgunni, og meðal annars voru kótilettur og kartöflur inni í ofninum vel grænt og lyktaði skemmtilega." Þá segir konan ennfremur að það leiki grunur á að leigjendurnir hafi að auki ræktar kannabis í bílskúr þeirra hjóna. Þannig lýsir hún því í færslu sinni: „Þar var náttúrulega allt í steik, maðurinn minn fór að spá í hvers vegna vantaði svona margar flúorperur í loftljósin en ég stóð og rótaði með fótunum í draslinu á gólfinu og sé að undir drasl hrúgunum eru þurrkuð laufblöð! Við hringdum undir eins í lögregluna sem kom ásamt fíkniefnalögreglunni og tók myndir og staðfesti það að það hefði verið kanabisræktun í skúrnum mínum! Þá var ég endanlega búin á því, vinafólk okkar kom og sótti mig á meðan maðurinn minn talaði við lögregluna, ég gat ekki verið þarna eina mínútu lengur, gjörsamlega niðurbrotin átti ég ekki til meira var búin, eyðilögð vildi bara fara og koma aldrei aftur í þennan hrylling!" Nú er svo komið að þau hjónin eiga í mesta basli vegna málsins. „Við hjónin fórum svo í bankann til þess að sjá hvort það væri möguleiki á að láta þetta ganga, en þar sem þetta setti það stórt strik í reikninginn var ekki hægt að finna neina lausn á málum okkar þar sem það var ljóst að húsið færi ekki í leigu nema með lagfæringum upp á fullt af peningum sem við eigum ekki til. Við prófuðum einnig að tala við þá hjá umboðsmanni skuldara,þar sem við töluðum við yndislega konu sem sagði það sama ef leigutekjurnar koma ekki inn er þetta vonlaus barátta. Þannig að þetta breytti lífi okkar algjörlega og við hjónin erum að fara í gjaldþrot," lýsir konan. Búið er að kæra leigjendurnar til lögreglunnar samkvæmt útvarpsfréttum RÚV. Hægt er að lesa frásögnina í heild sinni hér. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Hjón sem leigðu húsið sitt í Keflavík á meðan þau bjuggu og störfuðu í Noregi eru á leiðinni í gjaldþrot vegna leigjanda sem þau segja að hafi beinlínis eyðilagt allt inni í húsinu og að auki hafi hugsanlega kannabis verið ræktar í bílskúrnum. Konan greinir frá reynslu sinni á Facebook og frásögn hennar er vægast sagt sláandi: „Þegar að við komum svo keyrandi að húsinu blasti skelfileg sjón við okkur, í innkeyrslunni fyrir framan bílskúrinn voru stæður af svörtum plastpokum fullum af drasli, hurðin milli skúrs og húsins var ónýt og í garðinum fyrir framan húsið lág meðal annars dýnur úr hjónarúmi og brotin húsgögn sem hafði verið hent fram af svölunum. Ég var komin með hjartað upp í háls og kvíðinn í maganum óx og óx og vonaðist til að ástandi væri nú betra innan dyra. Ég komst inn í ganginn gat kíkt inn í stofu og geymsluna undir stiganum þá bara varð ég að komast út því lyktin var mér um megn og eyðileggingin algjör, ég stóð bara úti á plani og grét. Eftir nokkra stund ákvað ég að harka þetta af mér og fara inn aftur og kíkja á restina. Við vorum orðlaus á því að nokkur manneskja gæti gengið svona um og hvað þá meira búið í þessum viðbjóði með tvo lítil börn! Meira að segja þegar að við rótuðum með fætinum í draslinu á gólfinu var hundaskítur í hrúgunni, og meðal annars voru kótilettur og kartöflur inni í ofninum vel grænt og lyktaði skemmtilega." Þá segir konan ennfremur að það leiki grunur á að leigjendurnir hafi að auki ræktar kannabis í bílskúr þeirra hjóna. Þannig lýsir hún því í færslu sinni: „Þar var náttúrulega allt í steik, maðurinn minn fór að spá í hvers vegna vantaði svona margar flúorperur í loftljósin en ég stóð og rótaði með fótunum í draslinu á gólfinu og sé að undir drasl hrúgunum eru þurrkuð laufblöð! Við hringdum undir eins í lögregluna sem kom ásamt fíkniefnalögreglunni og tók myndir og staðfesti það að það hefði verið kanabisræktun í skúrnum mínum! Þá var ég endanlega búin á því, vinafólk okkar kom og sótti mig á meðan maðurinn minn talaði við lögregluna, ég gat ekki verið þarna eina mínútu lengur, gjörsamlega niðurbrotin átti ég ekki til meira var búin, eyðilögð vildi bara fara og koma aldrei aftur í þennan hrylling!" Nú er svo komið að þau hjónin eiga í mesta basli vegna málsins. „Við hjónin fórum svo í bankann til þess að sjá hvort það væri möguleiki á að láta þetta ganga, en þar sem þetta setti það stórt strik í reikninginn var ekki hægt að finna neina lausn á málum okkar þar sem það var ljóst að húsið færi ekki í leigu nema með lagfæringum upp á fullt af peningum sem við eigum ekki til. Við prófuðum einnig að tala við þá hjá umboðsmanni skuldara,þar sem við töluðum við yndislega konu sem sagði það sama ef leigutekjurnar koma ekki inn er þetta vonlaus barátta. Þannig að þetta breytti lífi okkar algjörlega og við hjónin erum að fara í gjaldþrot," lýsir konan. Búið er að kæra leigjendurnar til lögreglunnar samkvæmt útvarpsfréttum RÚV. Hægt er að lesa frásögnina í heild sinni hér.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira