Á leiðinni í gjaldþrot vegna umgengni leigjanda 29. apríl 2012 18:15 Hjón sem leigðu húsið sitt í Keflavík á meðan þau bjuggu og störfuðu í Noregi eru á leiðinni í gjaldþrot vegna leigjanda sem þau segja að hafi beinlínis eyðilagt allt inni í húsinu og að auki hafi hugsanlega kannabis verið ræktar í bílskúrnum. Konan greinir frá reynslu sinni á Facebook og frásögn hennar er vægast sagt sláandi: „Þegar að við komum svo keyrandi að húsinu blasti skelfileg sjón við okkur, í innkeyrslunni fyrir framan bílskúrinn voru stæður af svörtum plastpokum fullum af drasli, hurðin milli skúrs og húsins var ónýt og í garðinum fyrir framan húsið lág meðal annars dýnur úr hjónarúmi og brotin húsgögn sem hafði verið hent fram af svölunum. Ég var komin með hjartað upp í háls og kvíðinn í maganum óx og óx og vonaðist til að ástandi væri nú betra innan dyra. Ég komst inn í ganginn gat kíkt inn í stofu og geymsluna undir stiganum þá bara varð ég að komast út því lyktin var mér um megn og eyðileggingin algjör, ég stóð bara úti á plani og grét. Eftir nokkra stund ákvað ég að harka þetta af mér og fara inn aftur og kíkja á restina. Við vorum orðlaus á því að nokkur manneskja gæti gengið svona um og hvað þá meira búið í þessum viðbjóði með tvo lítil börn! Meira að segja þegar að við rótuðum með fætinum í draslinu á gólfinu var hundaskítur í hrúgunni, og meðal annars voru kótilettur og kartöflur inni í ofninum vel grænt og lyktaði skemmtilega." Þá segir konan ennfremur að það leiki grunur á að leigjendurnir hafi að auki ræktar kannabis í bílskúr þeirra hjóna. Þannig lýsir hún því í færslu sinni: „Þar var náttúrulega allt í steik, maðurinn minn fór að spá í hvers vegna vantaði svona margar flúorperur í loftljósin en ég stóð og rótaði með fótunum í draslinu á gólfinu og sé að undir drasl hrúgunum eru þurrkuð laufblöð! Við hringdum undir eins í lögregluna sem kom ásamt fíkniefnalögreglunni og tók myndir og staðfesti það að það hefði verið kanabisræktun í skúrnum mínum! Þá var ég endanlega búin á því, vinafólk okkar kom og sótti mig á meðan maðurinn minn talaði við lögregluna, ég gat ekki verið þarna eina mínútu lengur, gjörsamlega niðurbrotin átti ég ekki til meira var búin, eyðilögð vildi bara fara og koma aldrei aftur í þennan hrylling!" Nú er svo komið að þau hjónin eiga í mesta basli vegna málsins. „Við hjónin fórum svo í bankann til þess að sjá hvort það væri möguleiki á að láta þetta ganga, en þar sem þetta setti það stórt strik í reikninginn var ekki hægt að finna neina lausn á málum okkar þar sem það var ljóst að húsið færi ekki í leigu nema með lagfæringum upp á fullt af peningum sem við eigum ekki til. Við prófuðum einnig að tala við þá hjá umboðsmanni skuldara,þar sem við töluðum við yndislega konu sem sagði það sama ef leigutekjurnar koma ekki inn er þetta vonlaus barátta. Þannig að þetta breytti lífi okkar algjörlega og við hjónin erum að fara í gjaldþrot," lýsir konan. Búið er að kæra leigjendurnar til lögreglunnar samkvæmt útvarpsfréttum RÚV. Hægt er að lesa frásögnina í heild sinni hér. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Hjón sem leigðu húsið sitt í Keflavík á meðan þau bjuggu og störfuðu í Noregi eru á leiðinni í gjaldþrot vegna leigjanda sem þau segja að hafi beinlínis eyðilagt allt inni í húsinu og að auki hafi hugsanlega kannabis verið ræktar í bílskúrnum. Konan greinir frá reynslu sinni á Facebook og frásögn hennar er vægast sagt sláandi: „Þegar að við komum svo keyrandi að húsinu blasti skelfileg sjón við okkur, í innkeyrslunni fyrir framan bílskúrinn voru stæður af svörtum plastpokum fullum af drasli, hurðin milli skúrs og húsins var ónýt og í garðinum fyrir framan húsið lág meðal annars dýnur úr hjónarúmi og brotin húsgögn sem hafði verið hent fram af svölunum. Ég var komin með hjartað upp í háls og kvíðinn í maganum óx og óx og vonaðist til að ástandi væri nú betra innan dyra. Ég komst inn í ganginn gat kíkt inn í stofu og geymsluna undir stiganum þá bara varð ég að komast út því lyktin var mér um megn og eyðileggingin algjör, ég stóð bara úti á plani og grét. Eftir nokkra stund ákvað ég að harka þetta af mér og fara inn aftur og kíkja á restina. Við vorum orðlaus á því að nokkur manneskja gæti gengið svona um og hvað þá meira búið í þessum viðbjóði með tvo lítil börn! Meira að segja þegar að við rótuðum með fætinum í draslinu á gólfinu var hundaskítur í hrúgunni, og meðal annars voru kótilettur og kartöflur inni í ofninum vel grænt og lyktaði skemmtilega." Þá segir konan ennfremur að það leiki grunur á að leigjendurnir hafi að auki ræktar kannabis í bílskúr þeirra hjóna. Þannig lýsir hún því í færslu sinni: „Þar var náttúrulega allt í steik, maðurinn minn fór að spá í hvers vegna vantaði svona margar flúorperur í loftljósin en ég stóð og rótaði með fótunum í draslinu á gólfinu og sé að undir drasl hrúgunum eru þurrkuð laufblöð! Við hringdum undir eins í lögregluna sem kom ásamt fíkniefnalögreglunni og tók myndir og staðfesti það að það hefði verið kanabisræktun í skúrnum mínum! Þá var ég endanlega búin á því, vinafólk okkar kom og sótti mig á meðan maðurinn minn talaði við lögregluna, ég gat ekki verið þarna eina mínútu lengur, gjörsamlega niðurbrotin átti ég ekki til meira var búin, eyðilögð vildi bara fara og koma aldrei aftur í þennan hrylling!" Nú er svo komið að þau hjónin eiga í mesta basli vegna málsins. „Við hjónin fórum svo í bankann til þess að sjá hvort það væri möguleiki á að láta þetta ganga, en þar sem þetta setti það stórt strik í reikninginn var ekki hægt að finna neina lausn á málum okkar þar sem það var ljóst að húsið færi ekki í leigu nema með lagfæringum upp á fullt af peningum sem við eigum ekki til. Við prófuðum einnig að tala við þá hjá umboðsmanni skuldara,þar sem við töluðum við yndislega konu sem sagði það sama ef leigutekjurnar koma ekki inn er þetta vonlaus barátta. Þannig að þetta breytti lífi okkar algjörlega og við hjónin erum að fara í gjaldþrot," lýsir konan. Búið er að kæra leigjendurnar til lögreglunnar samkvæmt útvarpsfréttum RÚV. Hægt er að lesa frásögnina í heild sinni hér.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira