Innlent

Aukaferðir til Ísafjarðar í dag

Hátt í 200 manns bíða enn flugfars frá Ísafirði til Reykjavíkur, eftir að Flugfélag Íslands gat ekki farið nema þrjár ferðir af sjö fyfirhuguðum í gær vegna óveðurs vestra.

Þá hætti Vegagerðin snjómokstri á Steingrímsfjarðarheiði og um Þröskulda um kvöldmatarleytið í gærkvöldi vegna óveðurs og lokaðist þá landleiðin líka. Þar var hálka og þæfingur fyrr um daginn og þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk í föstum bílum á báðum leiðunum.

Nú er hinsvegar hætt að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum, snjómokstur hafinn og góðar horfur á flugi. Frysta vélin á að fara þangað frá Reykjavík klukkan átta og farnar verða aukaferðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×