Innlent

Norska línuveiðiskipið komið til Eyja

Mynd/Óskar Friðriksson
Lögreglumenn og tollvörður biðu á bryggjunni í Vestmannaeyjum um miðnætti, þegar norska línuveiðiskipið, sem staðið var að meintum ólöglegum veiðum í Skeiðarárdýpi í gærmorgun, lagðist þar að bryggju að skipan áhafnar þyrlunnar, sem stóð skipð að verki.

Það var að veiðum á lokuðu kóralsvæði, þar sem ekki má stunda veiðar nema á uppsjávarfiskum. Yfirheyrslur hófust strax í nótt, en nokkurra milljóna króna sekt liggur við svona broti. Ekki hafa fengist nánari fregnir af framvindu málsins nema hvað skipið er enn í Eyjum.

Reglugerð um veiðibannið á umræddu svæði var ekki gefin út fyrr en í desmeber síðastliðnum. Fyrr skömmu var færeyskur línubátur staðinn að samskonar broti þar, og sagðist skipstjórinn ekki hafa vitað af banninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×