Innlent

Skipstjórinn segist ekki hafa vitað af banninu

Skipstjórinn á norska línubátnum, sem staðinn var að meintum ólöglegum veiðum suður af landinu í gærmorgun og kom til hafnar í Vestmannaeyjum um miðnætti, að skipun Landhelgisgæslunnar, segist ekki hafa vitað að hann væri að veiða í hólfi, þar sem bannað væri að veiða með línu.

Þetta kemur farm í viðtali norska útvarpsins við hann í morgun. Skipið var nýlega komið á miðin og ætlaði aðallega að veiða löngu, en frá því fyrsta desember síðastliðinn er bannað að veiða annað en uppsjávarfiska á svæðinu, til að vernda þar kóralsvæði á botninum.

Bæði skipstjórinn og útgerðarmaður skipsins segjast hafa skoðað heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins hér á landi áðru en lagt var í veiðiferðina, og ekki getað fundið neitt um bannið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×