Innlent

Ruiz fótbrotinn | Tímabilið búið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bryan Ruiz í leik með Fulham.
Bryan Ruiz í leik með Fulham. Nordic Photos / Getty Images
Bryan Ruiz, sóknarmaður Fulham, spilar ekki meira með liðinu á tímabilinu þar sem hann fótbrotnaði í 3-0 sigri liðsins á Bolton.

Martin Jol, stjóri liðsins, sagði eftir 1-1 jafntefli Fulham gegn Chelsea í gær að Ruiz væri með brotið bein í ristinni og gæti ekki æft á ný fyrr en í júní eða júlí.

Ruiz gekk í raðir Fulham frá hollenska liðinu FC Twente fyrir rúmar tíu milljónir punda í ágúst síðastliðnum. Hann skoraði tvö mörk í 30 leikjum á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Ruiz er 26 ára gamall og er lykilmaður í landsliði Kostaríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×