Innlent

Þóra stofnar kosningasjóð

Stofnaður hefur verið kosningasjóður fyrir framboð Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands. Í færslu á Facebook segir Þóra að farið verði eftir öllum lögum og reglum um söfnun af þessu tagi.

Til að mynda getur enginn gefið meira en 400 þúsund krónur í sjóðinn og tengdir aðilar ekki meira en 500 þúsund. Þá má ekki safna meira fé en sem nemur 35 milljónum króna. Hvorki Þóra né eiginmaður hennar munu fá upplýsingar um hverjir það séu sem láta fé af hendi rakna, „einungis hver staða sjóðsins er hverju sinni - hvort til séu peningar fyrir flugmiðum og kaffi."

Þá segir að lokum að afgangurinn að lokinni baráttunni, ef einhver verður, renni til góðgerðarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×