Innlent

Nítján undir áhrifum fíkniefna

Um páskana voru nítján ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sextán þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.

Þrír voru teknir á skírdag, átta á laugardag, sex á páskadag og tveir á annan í páskum. Þetta voru átján karlar á aldrinum 16-38 ára og ein kona, 20 ára. Fimm þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og þrír hafa aldrei öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×