Segir skattgreiðendur niðurgreiða útflutt lambakjöt fyrir milljónir Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2012 18:34 Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða lambakjöt til útlanda fyrir mörg hundruð milljónir á hverju ári. Þetta segir prófessor í Hagfræði. Útflutningur á lambakjöti hefur nærri tvöfaldast frá bankahruni. Útflutningur á íslensku lambakjöti hefur verið mjög sveiflukenndur og einkum ráðist af gengi krónunnar. Veruleg dró úr útflutningi um miðbik síðasta áratugar en útflutningurinn jókst hins vegar gríðarlega eftir bankahrun eins og sjá má á þessu súluriti. Í fyrra voru flutt út tæplega tvö þúsund og sjö hundruð tonn af lambakjöti eða um tuttugu og fimm prósent af heildar framleiðslu þess árs. Kjötið er meðal annars selt í verslunum í Danmörku og Noregi en dæmi eru um að kjötið sé jafnvel ódýrara þar en á Íslandi. Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar ábendingar þessa efnis á síðustu misserum. Sauðfjárbændur telja að í slíkum tilvikum séu verslanir að selja kjötið undir kostnaðarverði. „Við vitum það að við erum að fá þúsund krónur í heildsölu fyrir þetta lambakjöt í heilum skrokkum sem við flytjum þarna út og síðan er það í höndum kaupenda og dreifingaraðila hvernig þeir verðleggja það," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka Sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur fá fjóra milljarða króna frá ríkinu á þessu ári. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að hluti af þessari upphæð fari í að greiða niður verð á lambakjöti til útlendinga. „Og málið er í rauninni verra vegna þess að við erum að nota þessa fjármuni til að halda uppi starfsemi sem byggir á nýtingu mjög rýrra náttúrugæða. Í rauninni þá erum við að láta sauðkindur naga upp heiðarlönd og flytja það út til erlendra aðila og það má spyrja hvort það sé skynsamleg ráðstöfun á fé og skynsamleg ráðstöfun á þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk heiðarlönd eru," segir Þórólfur. Upphæðin sem hér um ræði hleypur tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Sauðfjárbændur hafna þessum fullyrðingum. „Greiðslurnar sem bændur fá eru ekki framleiðslubundnar þær mundu ekki breytast þó að við myndum bara framleiða það magn sem seldist hér innanlands þannig að við teljum að það sé ekki verið að greiða neitt sérstaklega niður til útflutnings," segir Sigurður. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða lambakjöt til útlanda fyrir mörg hundruð milljónir á hverju ári. Þetta segir prófessor í Hagfræði. Útflutningur á lambakjöti hefur nærri tvöfaldast frá bankahruni. Útflutningur á íslensku lambakjöti hefur verið mjög sveiflukenndur og einkum ráðist af gengi krónunnar. Veruleg dró úr útflutningi um miðbik síðasta áratugar en útflutningurinn jókst hins vegar gríðarlega eftir bankahrun eins og sjá má á þessu súluriti. Í fyrra voru flutt út tæplega tvö þúsund og sjö hundruð tonn af lambakjöti eða um tuttugu og fimm prósent af heildar framleiðslu þess árs. Kjötið er meðal annars selt í verslunum í Danmörku og Noregi en dæmi eru um að kjötið sé jafnvel ódýrara þar en á Íslandi. Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar ábendingar þessa efnis á síðustu misserum. Sauðfjárbændur telja að í slíkum tilvikum séu verslanir að selja kjötið undir kostnaðarverði. „Við vitum það að við erum að fá þúsund krónur í heildsölu fyrir þetta lambakjöt í heilum skrokkum sem við flytjum þarna út og síðan er það í höndum kaupenda og dreifingaraðila hvernig þeir verðleggja það," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka Sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur fá fjóra milljarða króna frá ríkinu á þessu ári. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að hluti af þessari upphæð fari í að greiða niður verð á lambakjöti til útlendinga. „Og málið er í rauninni verra vegna þess að við erum að nota þessa fjármuni til að halda uppi starfsemi sem byggir á nýtingu mjög rýrra náttúrugæða. Í rauninni þá erum við að láta sauðkindur naga upp heiðarlönd og flytja það út til erlendra aðila og það má spyrja hvort það sé skynsamleg ráðstöfun á fé og skynsamleg ráðstöfun á þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk heiðarlönd eru," segir Þórólfur. Upphæðin sem hér um ræði hleypur tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Sauðfjárbændur hafna þessum fullyrðingum. „Greiðslurnar sem bændur fá eru ekki framleiðslubundnar þær mundu ekki breytast þó að við myndum bara framleiða það magn sem seldist hér innanlands þannig að við teljum að það sé ekki verið að greiða neitt sérstaklega niður til útflutnings," segir Sigurður.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira