Framkvæmdastjóri Microsoft varar við útlendum svikahröppum 10. apríl 2012 22:00 Halldór Jörgensen. „Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því. Hrappurinn sagði að einhver villa hefði komið upp í tölvu þeirra hjóna sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og sleit því símtalinu. Í ljós kom að þarna var svikari á ferð, en Halldór segir Microsoft aldrei hringja í fólk. En hvað vilja svikahrapparnir? „Þeir eru oft að reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar til þess að selja," útskýrir Halldór og tekur sem dæmi að þeir beini fólki inn á heimasíður þar sem finna má sýkt forrit. Fólk niðurhalar svo þessum forritum í tölvur sínar og þá hefur hrappurinn óheftan aðgang að tölvunni. Aðganginn má svo selja áfram til annarra svikahrappa sem sjá tækifæri til þess að komast yfir fé eða verðmætar upplýsingar sem eru svo aftur seldar áfram, svo sem kreditkortanúmer og svo framvegis. Og það er ljóst að ógnin er raunveruleg. Halldór segir að norskir fréttamiðlar hafi greint frá hjónum í Noregi sem gáfust upp eftir að svikahrappur hafði ítrekað samband við þau. Þannig gáfu þau honum einhverjar upplýsingar en skaðinn er óljós að því er fram kemur í norskum fréttamiðlum. „Þetta virðast vera vel þjálfaðir einstaklingar sem vita hvað þeir eru að gera. Hingað til hafa þeir herjað á enskumælandi lönd en nú hafa þeir beint kröftum sínum að Norðurlöndunum, sérstaklega nú um páskana," segir Halldór sem hvetur fólk til þess að gefa engar persónulegar upplýsingar til ókunnugs fólks. Hvað þá að hlýða leiðbeiningum þeirra um að fara á ákveðnar heimasíður. Halldór segist hafa verið nokkuð vongóður um að Ísland myndi sleppa við þessa svikamyllu, „maður er eiginlega hálfsvekktur að þeir hafi hringt," segir hann en aðspurður segist hann ekki vita um fleiri tilfelli hér á landi. Aftur á móti viti hann til þess að hrapparnir hafi reynt það sama í Danmörku en ekki er vitað hvernig þeim gekk þar í landi. Halldór segir bestu leiðina til þess að verjast svona svikurum sé að hafa vírusforritin í lagi. Og svo auðvitað ekki gefa neinar upplýsingar til ókunnugra. Í þessu samhengi má benda á heimasíðu Microsoft þar sem má nálgast mjög öflugar netvarnir. Tengdar fréttir Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því. Hrappurinn sagði að einhver villa hefði komið upp í tölvu þeirra hjóna sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og sleit því símtalinu. Í ljós kom að þarna var svikari á ferð, en Halldór segir Microsoft aldrei hringja í fólk. En hvað vilja svikahrapparnir? „Þeir eru oft að reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar til þess að selja," útskýrir Halldór og tekur sem dæmi að þeir beini fólki inn á heimasíður þar sem finna má sýkt forrit. Fólk niðurhalar svo þessum forritum í tölvur sínar og þá hefur hrappurinn óheftan aðgang að tölvunni. Aðganginn má svo selja áfram til annarra svikahrappa sem sjá tækifæri til þess að komast yfir fé eða verðmætar upplýsingar sem eru svo aftur seldar áfram, svo sem kreditkortanúmer og svo framvegis. Og það er ljóst að ógnin er raunveruleg. Halldór segir að norskir fréttamiðlar hafi greint frá hjónum í Noregi sem gáfust upp eftir að svikahrappur hafði ítrekað samband við þau. Þannig gáfu þau honum einhverjar upplýsingar en skaðinn er óljós að því er fram kemur í norskum fréttamiðlum. „Þetta virðast vera vel þjálfaðir einstaklingar sem vita hvað þeir eru að gera. Hingað til hafa þeir herjað á enskumælandi lönd en nú hafa þeir beint kröftum sínum að Norðurlöndunum, sérstaklega nú um páskana," segir Halldór sem hvetur fólk til þess að gefa engar persónulegar upplýsingar til ókunnugs fólks. Hvað þá að hlýða leiðbeiningum þeirra um að fara á ákveðnar heimasíður. Halldór segist hafa verið nokkuð vongóður um að Ísland myndi sleppa við þessa svikamyllu, „maður er eiginlega hálfsvekktur að þeir hafi hringt," segir hann en aðspurður segist hann ekki vita um fleiri tilfelli hér á landi. Aftur á móti viti hann til þess að hrapparnir hafi reynt það sama í Danmörku en ekki er vitað hvernig þeim gekk þar í landi. Halldór segir bestu leiðina til þess að verjast svona svikurum sé að hafa vírusforritin í lagi. Og svo auðvitað ekki gefa neinar upplýsingar til ókunnugra. Í þessu samhengi má benda á heimasíðu Microsoft þar sem má nálgast mjög öflugar netvarnir.
Tengdar fréttir Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00