Framkvæmdastjóri Microsoft varar við útlendum svikahröppum 10. apríl 2012 22:00 Halldór Jörgensen. „Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því. Hrappurinn sagði að einhver villa hefði komið upp í tölvu þeirra hjóna sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og sleit því símtalinu. Í ljós kom að þarna var svikari á ferð, en Halldór segir Microsoft aldrei hringja í fólk. En hvað vilja svikahrapparnir? „Þeir eru oft að reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar til þess að selja," útskýrir Halldór og tekur sem dæmi að þeir beini fólki inn á heimasíður þar sem finna má sýkt forrit. Fólk niðurhalar svo þessum forritum í tölvur sínar og þá hefur hrappurinn óheftan aðgang að tölvunni. Aðganginn má svo selja áfram til annarra svikahrappa sem sjá tækifæri til þess að komast yfir fé eða verðmætar upplýsingar sem eru svo aftur seldar áfram, svo sem kreditkortanúmer og svo framvegis. Og það er ljóst að ógnin er raunveruleg. Halldór segir að norskir fréttamiðlar hafi greint frá hjónum í Noregi sem gáfust upp eftir að svikahrappur hafði ítrekað samband við þau. Þannig gáfu þau honum einhverjar upplýsingar en skaðinn er óljós að því er fram kemur í norskum fréttamiðlum. „Þetta virðast vera vel þjálfaðir einstaklingar sem vita hvað þeir eru að gera. Hingað til hafa þeir herjað á enskumælandi lönd en nú hafa þeir beint kröftum sínum að Norðurlöndunum, sérstaklega nú um páskana," segir Halldór sem hvetur fólk til þess að gefa engar persónulegar upplýsingar til ókunnugs fólks. Hvað þá að hlýða leiðbeiningum þeirra um að fara á ákveðnar heimasíður. Halldór segist hafa verið nokkuð vongóður um að Ísland myndi sleppa við þessa svikamyllu, „maður er eiginlega hálfsvekktur að þeir hafi hringt," segir hann en aðspurður segist hann ekki vita um fleiri tilfelli hér á landi. Aftur á móti viti hann til þess að hrapparnir hafi reynt það sama í Danmörku en ekki er vitað hvernig þeim gekk þar í landi. Halldór segir bestu leiðina til þess að verjast svona svikurum sé að hafa vírusforritin í lagi. Og svo auðvitað ekki gefa neinar upplýsingar til ókunnugra. Í þessu samhengi má benda á heimasíðu Microsoft þar sem má nálgast mjög öflugar netvarnir. Tengdar fréttir Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
„Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því. Hrappurinn sagði að einhver villa hefði komið upp í tölvu þeirra hjóna sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og sleit því símtalinu. Í ljós kom að þarna var svikari á ferð, en Halldór segir Microsoft aldrei hringja í fólk. En hvað vilja svikahrapparnir? „Þeir eru oft að reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar til þess að selja," útskýrir Halldór og tekur sem dæmi að þeir beini fólki inn á heimasíður þar sem finna má sýkt forrit. Fólk niðurhalar svo þessum forritum í tölvur sínar og þá hefur hrappurinn óheftan aðgang að tölvunni. Aðganginn má svo selja áfram til annarra svikahrappa sem sjá tækifæri til þess að komast yfir fé eða verðmætar upplýsingar sem eru svo aftur seldar áfram, svo sem kreditkortanúmer og svo framvegis. Og það er ljóst að ógnin er raunveruleg. Halldór segir að norskir fréttamiðlar hafi greint frá hjónum í Noregi sem gáfust upp eftir að svikahrappur hafði ítrekað samband við þau. Þannig gáfu þau honum einhverjar upplýsingar en skaðinn er óljós að því er fram kemur í norskum fréttamiðlum. „Þetta virðast vera vel þjálfaðir einstaklingar sem vita hvað þeir eru að gera. Hingað til hafa þeir herjað á enskumælandi lönd en nú hafa þeir beint kröftum sínum að Norðurlöndunum, sérstaklega nú um páskana," segir Halldór sem hvetur fólk til þess að gefa engar persónulegar upplýsingar til ókunnugs fólks. Hvað þá að hlýða leiðbeiningum þeirra um að fara á ákveðnar heimasíður. Halldór segist hafa verið nokkuð vongóður um að Ísland myndi sleppa við þessa svikamyllu, „maður er eiginlega hálfsvekktur að þeir hafi hringt," segir hann en aðspurður segist hann ekki vita um fleiri tilfelli hér á landi. Aftur á móti viti hann til þess að hrapparnir hafi reynt það sama í Danmörku en ekki er vitað hvernig þeim gekk þar í landi. Halldór segir bestu leiðina til þess að verjast svona svikurum sé að hafa vírusforritin í lagi. Og svo auðvitað ekki gefa neinar upplýsingar til ókunnugra. Í þessu samhengi má benda á heimasíðu Microsoft þar sem má nálgast mjög öflugar netvarnir.
Tengdar fréttir Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00