Innlent

Karlmaður í síbrotagæslu

Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 2. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn, sem hefur margítrekað komið við sögu hjá lögreglu, var síðast handtekinn fyrir páska í tengslum við rannsókn lögreglu á innbrotum og ráni. Frekari upplýsingar voru ekki gefnar upp um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×