Innlent

Sífellt færri börn skírð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlutfall þeirra barna sem eru skírð í Þjóðkirkjunni hefur lækkað verulega á síðustu árum, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Þjóðskrár voru um 69% barna skírð í Þjóðkirkjunni á síðustu fimm árum, eða á árunum 2007 til 2011. Á árunum fimm þar á undan, eða 2002-2006, var þetta hlutfall 78.2%. Á árunum 1997-2001 var þetta hlutfall tæp 86% og á árunum 1992-1996 var hlutfallið tæp 89%. Þessum tölum frá Þjóðskrá fylgja engar skýringar á því hvers vegna þessi fækkun hefur orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×