Innlent

Ársfundur Landsvirkjunar í beinni

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Eftirspurn eftir raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum hefur aukist verulega. Landsvirkjun hefur gert umfangsmikla greiningu á þeim tækifærum sem þessar breytingar skapa fyrir fyrirtækið og eigendur þess.

Niðurstöðurnar verða kynntar á ársfundi Landsvirkjunar sem er í þann mund að hefjast en í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að niðurstöðurnar gefi til kynna áhugaverð tækifæri með uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar og útflutnings um sæstreng. Einnig hafi komið fram möguleikar á að auka orkuvinnslu fyrirtækisins með endurbótum á núverandi virkjunum og nýjum orkugjöfum.

Landsvirkjun sendir fundinn út í beinni útsendingu á vef sínum en það má einnig horfa á fundinn hér á Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×