Innlent

Ný gögn komin fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Starfshópurinn var skipaður eftir að Ísland í dag greindi frá nýjum gögnum í morðmálinu fræga.
Starfshópurinn var skipaður eftir að Ísland í dag greindi frá nýjum gögnum í morðmálinu fræga.
Ný gögn hafa komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, meðal annars nýjar dagbækur svipaðar þeim og Ísland í dag greindi frá fyrir jól.

Starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem innanríkisráðherra skipaði í október á síðasta ári, hefur verið veittur frestur til að skila áfangaskýrslu eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Gert var ráð fyrir að skýrslan lægi fyrir nú í aprílmánuði.

Ákveðið hefur verið að starfshópurinn skili innanríkisráðherra stöðuskýrslu í apríl þar sem gerð verður grein fyrir vinnu starfshópsins hingað til, framhaldi hennar og áætlun um verklok.Hópurinn hefur haldið fjölmarga fundi, farið yfir margs konar gögn og hefur kallað til sérfræðinga sér til ráðgjafar.

Komin eru fram ný gögn í hendur starfshóps en það er dagbók eins sakbornings í málinu frá því hann sat í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×