Innlent

Dómurinn kostar fjármálastofnanir 165 milljarða

Dómur hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána mun kosta fjármálastofnanir um hundrað sextíu og fimm milljarða króna. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálaeftirlitsins um áhrif dómsins. Bankarnir hafa nú þegar lækkað lánasöfn sín um rúma sjötíu milljarða og því þurfa þeir að afskrifa tæpa níutíu og fimm milljarða til víðbótar. Fjármálaeftirlitið telur ekki að dómurinn ógni fjármálastöðugleika en áréttar að öll óvissa vegna uppgjörs gengislána sé slæm fyrir fjármálakerfið í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×