Enski boltinn

Swansea gekk frá Blackburn | Gylfi skoraði frábært mark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Swansea bar sigur úr býtum gegn Blackburn, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag og að sjálfsögðu var okkar maður Gylfi Sigurðsson á skotskónum. Gylfi hefur verið í erfileikum með að finna markið á heimavelli Swansea en í dag gekk það loksins upp.

Þessi magnaði leikmaðurinn skoraði frábært mark fyrir utan teig nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði Nathan Dyer annað mark Swansea í leiknum og útlitið orðið heldur svart fyrir Blackburn.

Það varð ekki bjartara þegar um hálftími var eftir af leiknum þegar Gylfi Þór Sigurðsson átti stórann hluta í þriðja marki Swansea. Nokkuð skrautlegt mark en skot Gylfa fór meðal annars í stöngina, leikmann Blackburn og þaðan í netið en mark er mark.

Gylfi Sigurðsson var í lokin valinn maður leiksins og það réttilega. Enn einu sinni frábær frammistaða hjá Gylfa.

Leiknum lauk því með öruggum sigri Swansea, 3-0, og liðið komið með 42 stig í 12. sæti deildarinnar en Blackburn er aftur á móti í slæmum málum í næst síðasta sætinu með 28 stig. Það verður erfitt fyrir liðið að halda sér í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×