Enski boltinn

Eigendur Liverpool horfðu frekar á Red Sox

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Werner, Dalglish og Henry.
Werner, Dalglish og Henry. Nordic Photos / Getty Images
Eigandi Liverpool, John Henry, og stjórnarformaðurinn Tom Werner, ákváðu frekar að fylgjast með fyrsta heimaleik Boston Red Sox á nýju hafnaboltatímabili í Bandaríkjunum en að fylgjast með undanúrslitaleik Liverpool og Everton í enska bikarnum í dag.

Leikurinn fer fram á Wembley klukkan 11.30 en þeir Henry og Werner voru í Liverpool fyrr í þessari viku, þegar þeim Damien Comolli og Peter Brukner, yfirlækni félagsins, var sagt upp störfum.

Liverpool hefur nú staðfest að þeir Henry og Werner voru á Fenway Park í Boston í nótt og verða því ekki á Wembley.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Henry og fyrirtæki hans, Fenway Sports Group, hafi misst nokkurn áhuga á Liverpool eftir að félagið keypti Liverpool fyrir einu og hálfu ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×