Enski boltinn

Szczesny: Fer ekki frá Arsenal án titils

Stefán Árni Pálsson skrifar
Szczesny í leik með Arsenal
Szczesny í leik með Arsenal Mynd. Getty Images
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er ekki á leiðinni frá félaginu á næstunni og ætlar sér að vinna marga titla með liðinu á næstu árum.

Nú er það orðið ljóst að Arsenal mun ekki vinna titil á yfirstandandi tímabili en félagið hefur ekki náð í bikar síðastliðin sjö tímabil.

Szczesny er ákveðin í að snúa við gengi liðsins og ætlar sér að vinna til verðlauna með félaginu.

„Ég get ekki ímyndað mér að leika fyrir annað félag og ég mun ekki yfirgefa Arsenal fyrr en liðið hefur unnið til verðlauna."

„Það eru liðin sjö ár síðan Arsenal hampaði bikar og það mun ekki breytast á þessari leiktíð - en á næsta tímabili gæti það breyst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×