Enski boltinn

Helgi Valur og félagar í AIK að gera það gott í Svíþjóð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson í leik með íslenska landsliðinu.
Helgi Valur Daníelsson í leik með íslenska landsliðinu.
Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Dagurinn hófst á fínum sigri hjá AIK gegn Syrianska 1-0 á útivelli.

Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn í liði AIK sem er í öðru sæti deildarinnar með 8 stig.

IFK Göteborg og Örebro gerðu 2-2 jafntefli í Gautaborg en Hjörtur Logi Valgarðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn í liði IFK sem náði í sitt fyrsta stig í deildinni í dag.

Mjällby vann síðan Åtvidaberg 2-0 á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×