Fótbolti

Þjálfari Lilleström líkir Birni Bergmann við Zlatan Ibrahimovic

Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström.
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. lsk.no
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström, fær mikið hrós frá þjálfara sínum eftir leik liðsins gegn Vålerenga í gærkvöld. Magnus Haslun, þjálfari Björns, gengur svo svo langt að líkja Skagamanninum við sænsku stórstjörnuna Zlatan Ibrahimovic sem leikur með AC Milan á Ítalíu. Leikurinn endaði 1-1.

Haslun, er sænskur, og á blaðamannafundi eftir leikinn útskýrði hann hvað væri sameiginlegt með hinum 21 árs gamla íslenska framherja og Zlatan. „Þegar Zlatan var á sama aldri var hann með mikla líkamlega yfirburði líkt og Björn. Hann er fljótur, sterkur og með góða tækni. Hann er einnig jafnvígur á báða fætur og góður skotmaður," sagði Haglund m.a. í gær.

Martin Andresen þjálfari Vålerenga gefur Birni einnig góð meðmæli. „Hann er góður leikmaður, sterkur, fljótur og góður skallamaður. Hann er með allt sem til þarf," sagði Andersen við Verdens Gang í gær. Kristofer Hæstad leikmaður Vålerenga sagði einnig við VG að hann ætti ekki von á því að Björn myndi staldra lengi við í norsku úrvalsdeildinni.

Björn hefur verið orðaður við fjölmörg félög á undanförnum mánuðum en samningur hans við Lilleström rennur út í lok ársins 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×