Fótbolti

Anelka bíður eftir Drogba

Anelka segir sínum mönnum til.
Anelka segir sínum mönnum til.
Frakkinn Nicolas Anelka, sem er nú spilandi þjálfari kínverska liðsins Shanghai Shenhua, er vongóður um að vinur hans og fyrrum liðsfélagi hjá Chelsea, Didier Drogba, komi til félagsins í sumar.

Anelka fór til kínverska félagsins í janúar og tók fyrir skömmu við sem þjálfari er Jean Tigana var rekinn. Anelka vill líka fá Selim Benachour, leikmann PSG, til Kína.

"Ég vona að bæði Drogba og Benachour komi til liðsins fljótlega. Það er í höndum félagsins að ganga frá þessum málum," sagði Anelka sem kann ágætlega við sig í þjálfarahluverkinu.

"Ég hreifst af Carlo Ancelotti, Kevin Keegan, Arsene Wenger, Guus Hiddink, Cristoph Daum og Sam Allardyce. Ég hef einnig skoðað starfshætti Alex Ferguson og Harry Redknapp. Það eru mikil ensk fræði í minni þjálfun," sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×