Fótbolti

Lennon segir dómara vera í hefndarhug gegn sér

Lennon er hér brjálaður eftir leikinn.
Lennon er hér brjálaður eftir leikinn.
Neil Lennon, þjálfari Celtic, er allt annað en sáttur við dómara í Skotlandi sem hann segir að séu í herferð gegn sér. Lennon missti algjörlega stjórn á sér um helgina.

Celtic tapaði þá í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn Hearts á vítaspyrnu sem var dæmd undir lok leiksins. Eftir leikinn rauk Lennon inn á völlinn og hellti sér yfir dómarann.

Hann var of reiður til þess að tala við blaðamenn eftir leikinn en skrifaði á Twitter-sína síðar.

"Ég vorkenni leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Ég tel að ástæðan fyrir þessari dómgæslu sé persónuleg," skrifaði Lennon sem á von á sinni fjórðu kæru á fjórum vikum frá skoska knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×