Wigan Athletic fylgdi eftir óvæntum sigri á Manchester United í síðustu viku með því að vinna 2-1 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fjórði sigurinn í síðustu fimm leikjum hjá lærisveinunum hans Roberto Martinez en að sama skapi var þetta aðeins annað tap Arsenal-liðsins í síðustu 10 deildarleikjum.
Wigan-liðið skoraði bæði mörkin sína á 94 sekúndna kafla í upphafi leiks og þrátt fyrir stórsókn Arsenal-manna og fjölda færa tókst þeim aðeins að skora eitt mark.
Franco di Santo kom Wigan í 1-0 á 7. mínútu eftir sendingu frá Jordi Gomez. Arsenal var að taka hornspyrnu þegar Wigan náði skyndisókn sem endaði með að Di Santo skoraði.
Arsenal-menn voru greinilega í miklu sjokki eftir þetta óvænta mark því það liðu ekki nema 94 sekúndur þar til að Jordi Gomez var búinn að koma Wigan í 2-0. Markið kom af stuttu færi á 8. mínútu eftir að Arsenal-vörninni tókst ekki að koma burtu fyrirgjöf frá Victor Moses.
Thomas Vermaelen minnkaði muninn á 21. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Tomás Rosicky. Arsenal-liðið fékk fjölda færa þar sem eftir var leiksins en inn vildi boltinn ekki og gestirnir fögnuðu frábærum sigri.
Wigan er nú búið að vinna fjóra leiki í síðustu fimm leikjum en meðal þeirra lið sem þeir hafa unnið á þessum kafla eru Manchester United, Arsenal og Liverpool. Wigan er þar með komið fimm stigum frá fallsæti en fyrir nokkrum vikum leit þetta ekki vel út hjá liðinu.
Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Tveir "risa"-sigrar hjá Wigan í röð - afdrifaríkar 94 sekúndur hjá Arsenal
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

