Fótbolti

Cole vill vera áfram í Frakklandi

Joe Cole var lánaður frá Liverpool til franska liðsins Lille í vetur og Englendingurinn kann afar vel við sig í Frakklandi. Svo vel að hann vill vera þar áfram.

"Ég væri meira en til í að vera hér áfram en það er of snemmt að spá því hvað gerist. Við sjáum hvað setur," sagði Cole.

Cole fann sig ekki í hjá Liverpool í fyrra en franski boltinn hefur legið ágætlega fyrir honum.

"Það er ekki mitt að ákveða hvar ég enda og ég er ekki búinn að ræða málin við forráðamenn Liverpool. Ég nýt mín virkilega hjá Lille og elska lífið í Frakklandi. Eina sem ég sakna er stemningin á völlunum á Englandi. Styrkleiki deildanna er samt svipaður," sagði Cole og ekki víst að allir séu sammála þeirri fullyrðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×