Innlent

Í fangelsi fyrir þjófnað og hylmingu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum tuttugu og átta vörur sem taldar eru vera þýfi og fyrir vörslu kannabisefna. Maðurinn á langan sakaferil að baki sem hefur staðið yfir, með hléum frá árinu 1980. Hann játaði brot sín fyrir dómi en þar sem hann hefur ekki hlotið dóm síðan árið 2004 þótti dómara rétt að skilorðsbindarefsingu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×