Innlent

Sviptir ökuréttindum á Suðurgötu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Suðurgata í Reykjavík.
Suðurgata í Reykjavík.
Fimm ökumenn voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í gær og fyrradag en þeir voru allir staðnir að hraðakstri á Suðurgötu við Skothúsveg í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mældust bílar fimmmenninganna á 66-70 kílómetra hraða en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Ökumennirnir, fjórir karlar og ein kona, eru á aldrinum 37-62 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×