Innlent

Erill hjá sjúkraflutningamönnum og freonleki á hóteli

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Hótel Óðinsvé um klukkan níu í morgun vegna hugsanlegs freonleka úr ísskáp í húsinu. Við nánari athugun kom í ljós að lekinn var með minnsta móti og það nægði hreinlega að kippa ísskápnum úr sambandi, var þá vandamálið úr sögunni.

það var hinsvegar mikið að gera hjá sjúkraflutningamönnum í nótt. Þannig þurftu þeir að sinna hátt í fjörtíu útköllum sem telst sem talsverður erill á þeim bænum. Útköllin voru af ýmsum toga, mörg hver voru vegna skemmtanalífsins í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×