Innlent

Mynda Heillakeðju fyrir Barnaheill

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsfólk VÍS myndaði heillakeðju fyrir Barnaheill.
Starfsfólk VÍS myndaði heillakeðju fyrir Barnaheill.
Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru í samstarfi við tólf íslensk fyrirtæki í ár sem mynda keðju stuðningsaðila og taka að sér einn mánuð til stuðnings samtökunum.

VÍS er apríl-hlekkur keðjunnar og mun leggja verkefninu lið með því að láta 15% af iðgjöldum líf- og sjúkdómatrygginga sem seldar verða í mánuðinum renna til samtakanna. Fyrirtækið efnir til söluátaks á tryggingum og starfsmenn mynda Heillakeðju á áheitavef samtakanna heillakedjan.is.

Í tilkynningu frá Barnaheillum segir að markmiðið með Heillakeðju barnanna sé að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefna í þágu barna á vegum Barnaheilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×