Innlent

Rokkhátíð Alþýðunnar heillar

Fólk á öllum aldri er nú statt í KNH-skemmunni á Ísafirði á rokkhátíð Alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Hátíðarhöldin gengu vel í gær og lítið sem ekkert að gera hjá Lögreglunni fyrir vestan.

Rokkhátíð Alþýðunnar, Aldrei fór ég Suður, var sett í KNH-skemmunni á Ísafirði í gær en fjölmargir hafa lagt leið sína vestur nú um páskana til að vera á hátíðinni, bæði tónleikagestir og tónlistarmenn. Hátíðin virðist verða vinsælli með hverju ári en um hana hefur töluvert verið fjallað í erlendum fjölmiðlum og ferðatímaritum

Í gær spilaði meðal annars Mugison, sem er einn stofnenda hátíðarinnar, ásamt eiginkonu sinni en í kvöld stíga sautján flytjendur á svið og skemmta gestum hátíðarinnar langt fram eftir kvöldi.

Þeir sem komast ekki vestur en vilja engu að síður fylgjast með tónleikunum geta horft á beina útsendingu frá þeim á vef Inspired by Iceland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×