Innlent

Þrjátíu tonn af nef- og munntóbaki seld á síðasta ári

Sala á nef- og munntóbaki hjá ÁTVR hefur þrefaldast síðastliðinn áratug.

ÁTVR seldi þrjátíu tonn af nef- og munntóbaki á síðasta ári en andvirði þess er um 600 milljónir króna.

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að salan hafi aukist um tuttugu prósent frá árinu áður en hún hefur þrefaldast frá árinu 2002. Þá er ljóst að mun meira er notað af slíku tóbaki á ári hverju því nokkuð magn er flutt ólöglega til landsins.

Þannig leggur embætti tollstjóra að jafnaði hald á um 80 til 100 kíló af smygluðu munn- og neftóbaki á ári. Embættið telur það aðeins brot af því tóbaki sem flutt er inn.

Viðar Jensson tóbaksvarnarfulltrúi hjá Landlæknisembættinu segir aðallega unga stráka nota munn- og neftóbak.

„Við höfum verið að gera kannanir í gegnum Gallup síðustu ár. Samkvæmt síðustu mælingum okkar frá því í júlí segjast 20% nota tóbak í vör," segir Viðar Jensson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×