Innlent

Stuðningsmenn Þóru safna undirskriftum í dag

Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur hófu söfnun meðmælenda í morgun vegna forsetaframboðs hennar. Söfnun fer fram um allt land taka um það bil 320 manns þátt í henni.

Í tilkynningu frá Sigrúnu Þorgeirsdóttur, kosningastjóra framboðsins, munu 100 manns taka þátt í söfnuninni á höfuðborgarsvæðinu og 220 út um land.

Hópur fólks kom saman í heilsuverndarstöðinni að Barónsstíg 47 en þar verður aðalkosningaskrifstofa framboðsins. Þá kom fólk einnig saman á heimili Þóru og Svavars Halldórssonar í Hafnarfirði.

Skipulögð söfnun meðmælenda verður á að minnsta kosti 51 stað á landinu í dag og munu stuðningsmenn Þóru fara um flest sveitarfélög.

Þóra þarf að skila inn minnst 1.500 undirskriftum kosningabærra manna. Þá verða undirskriftirnar að koma með vissan fjölda úr hverjum ársfjórðungi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×