Innlent

"Það er eitthvað skringilegt við þetta kerfi"

Fyrrum sveitarstjóri Dalabyggðar og Bolungarvíkur segir aflaverðmæti útgerðarfyrirtækjanna skila sér að litlu leyti til samfélagana úti á landi. Peningar flæði til að mynda í gegnum Bolungarvík, en þar hafi ekki verið malbikuð gata um árabil.

Grímur Atlason var bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann segist sammála þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar.

„Ég gagnrýni hana örugglega á öðrum forsendum en flestir," segir Grímur. „Ég sé aðeins lögfestingarkerfi sem hefur vond áhrif á mörg bæjarfélög út á landi."

Grímur segir varla til pening til að viðhalda neinu. Hann segir hins vegar mikinn pening flæða í gegnum Bolungarvík.

„Ég get ekkert fullyrt um hvort að þetta eru 8 eða 12 milljarðar. Þetta eru gríðarlega miklir sem koma í gegnum höfnina. Samt sem áður eru göturnar ónýtar og íbúðaverðið heldur áfram að falla."

Grímur segir því eitthvað mikið að kerfinu.

„Það er eitthvað mjög skringilegt við þetta kerfi sem þeir berjast nú við að verja," sagði Grímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×