Innlent

Ópið fer á uppboð

Talið er að málverkið fari á 80 milljón dollara eða um tíu milljarða króna.
Talið er að málverkið fari á 80 milljón dollara eða um tíu milljarða króna. mynd/AP
Eintak af málverkinu Ópið eftir Edvard Munch fer á uppboð seinna á árinu. Talið er að málverkið fari á 80 milljón dollara eða um tíu milljarða króna.

Myndin var máluð árið 1895 og var upphaflega í eigu Thomas Olsen en hann var vinur og velunnari Munchs. Thomas ánafnaði síðan syni sínum málverkið og ætlar hann nú loks að selja myndina.

Það er uppboðsskrifstofan Sotheby's sem kemur til með að stjórna uppboðinu. Simon Shaw hjá Sotheby's sagði að eintakið væri merkilegasta málverkið í einkaeigu.

Hann sagði að Ópið væri eitt auðþekkjanlegasta málverk veraldar og líkti því við málverkið Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci.

Eintakið er það síðasta sem enn er í einkeigu. Alls eru fjögur eintök til af Ópinu og hafa þau öll verið seld eða gefin til listasafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×