Innlent

Með ólíkindum að engin slasaðist alvarlega í rútuslysi

Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar lítill rútubíll, með átta farþega auk ökumanns, valt út af veginum i Oddsskarði í gærkvöldi og fór þrjár veltur áður en hún nam staðar á hliðinni.

Vitlaust veður var á vettvangi og mikil hálka og voru björgunarsveitir sendar á vettvang. Allir úr bílnum, sem voru starfsmenn Alcoa í Reyðarfirði, voru fluttir á heilsugæslustöðina á Eskifirði til aðhlynningar og síðan var einn fluttur á sjúkrahúsið á Norðfirði til nánari rannsókina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×