Ætlar að kæra meint harðræði lögreglunnar og neitar að fara í meðferð 28. febrúar 2012 13:33 Maðurinn heldur því fram að hann hafi verið beittur harðræði á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Maðurinn sem heldur því fram að hafa verið beittur harðræði í varðhaldi lögreglunnar á dögunum ætlar að kæra meðferð lögreglunnar til ríkissaksóknara. Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við hann í Harmageddon á útvarpstöðinni X-inu í gær. Reykjavík síðdegis greindi frá því fyrr í vikunni að Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði því alfarið að maðurinn hefði verið beittur harðræði eins og fram kom í viðtali við manninn bæði í útvarpsþættinum Harmageddon og á vefnum Pressunni. Sjálfur vildi maðurinn meina að hann hefði verið beittur óþarfa ofbeldi af hálfu lögreglunnar auk þess sem hann hafi verið klæddur úr öllum fötum áður en hann var vistaður í fangaklefa. Að auki vildi maðurinn meina að vatni hefði verið sprautað inn í klefa hans. Hörður vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og benti meðal annars á að myndbandseftirlitskerfi í húsinu styddu það. Ástæðan fyrir því að maðurinn var klæddur úr fötunum var sú, að sögn Harðar, að maðurinn þótti líklegur til þess að skaða sig sjálfann. Síðar um nóttina hafi læknir verið kallaður og var hinn handteknir í kjölfarið færður á viðeigandi stofnun. „Þeir eru bara að reyna að mála mig upp sem geðsjúkling," sagði maðurinn í viðtali við Harmageddon en hann kom ekki fram undir nafni. Maðurinn játaði að hafa stundað kannabisreykingar í fjölda ára en lögreglan hefði aldrei haft afskipti af honum vegna annarra brota en fíkniefnatengdum brotum að hans sögn. Þáttastjórnendur Harmageddon, Þeir Þorkell Máni Pétursson og Frosti Logason gengu þá hart á manninn og sögðust hafa heimildir fyrir því að hann hefði meðal annars haft í hótunum við nákomna ættingja og unnið skemmdarverk á eignum opinberrar stofnunar og valdið starfsmanni hennar líkamstjóni. Þessu neitaði maðurinn staðfastlega. Þeir spurðu svo í kjölfarið hvort það gæti ekki verið að maðurinn þyrfti að leita sér aðstoðar vegna fíkniefnaneyslu sinnar. Maðurinn þvertók fyrir það þrátt fyrir eindregna hvatningu þáttastjórnenda sem sögðu honum að það væri ekki vitlaust að leita sér aðstoðar á meðferðarstofnuninni á Vogi. Maðurinn tók fálega í hugmyndina og svaraði: „Ég ætla ekki að gera lítið úr Vogi, en það sem gerist þar, get ég alveg eins gert hér heim og horft á sjónvarpið í leiðinni." Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við manninn hér fyrir ofan og á útvarpssíðu Vísis. Tengdar fréttir Segir frásögn Pressunnar um gróft ofbeldi fullkomlega ranga "Þessu er fljótt svarað, þessi frétt er nánast í engu samræmi við veruleikann,“ sagði Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, þegar Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni hafði samband við hann vegna hryllilegrar lýsingar manns sem birtist á vefnum Pressunni í morgun. 24. febrúar 2012 17:35 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Maðurinn sem heldur því fram að hafa verið beittur harðræði í varðhaldi lögreglunnar á dögunum ætlar að kæra meðferð lögreglunnar til ríkissaksóknara. Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við hann í Harmageddon á útvarpstöðinni X-inu í gær. Reykjavík síðdegis greindi frá því fyrr í vikunni að Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði því alfarið að maðurinn hefði verið beittur harðræði eins og fram kom í viðtali við manninn bæði í útvarpsþættinum Harmageddon og á vefnum Pressunni. Sjálfur vildi maðurinn meina að hann hefði verið beittur óþarfa ofbeldi af hálfu lögreglunnar auk þess sem hann hafi verið klæddur úr öllum fötum áður en hann var vistaður í fangaklefa. Að auki vildi maðurinn meina að vatni hefði verið sprautað inn í klefa hans. Hörður vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og benti meðal annars á að myndbandseftirlitskerfi í húsinu styddu það. Ástæðan fyrir því að maðurinn var klæddur úr fötunum var sú, að sögn Harðar, að maðurinn þótti líklegur til þess að skaða sig sjálfann. Síðar um nóttina hafi læknir verið kallaður og var hinn handteknir í kjölfarið færður á viðeigandi stofnun. „Þeir eru bara að reyna að mála mig upp sem geðsjúkling," sagði maðurinn í viðtali við Harmageddon en hann kom ekki fram undir nafni. Maðurinn játaði að hafa stundað kannabisreykingar í fjölda ára en lögreglan hefði aldrei haft afskipti af honum vegna annarra brota en fíkniefnatengdum brotum að hans sögn. Þáttastjórnendur Harmageddon, Þeir Þorkell Máni Pétursson og Frosti Logason gengu þá hart á manninn og sögðust hafa heimildir fyrir því að hann hefði meðal annars haft í hótunum við nákomna ættingja og unnið skemmdarverk á eignum opinberrar stofnunar og valdið starfsmanni hennar líkamstjóni. Þessu neitaði maðurinn staðfastlega. Þeir spurðu svo í kjölfarið hvort það gæti ekki verið að maðurinn þyrfti að leita sér aðstoðar vegna fíkniefnaneyslu sinnar. Maðurinn þvertók fyrir það þrátt fyrir eindregna hvatningu þáttastjórnenda sem sögðu honum að það væri ekki vitlaust að leita sér aðstoðar á meðferðarstofnuninni á Vogi. Maðurinn tók fálega í hugmyndina og svaraði: „Ég ætla ekki að gera lítið úr Vogi, en það sem gerist þar, get ég alveg eins gert hér heim og horft á sjónvarpið í leiðinni." Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við manninn hér fyrir ofan og á útvarpssíðu Vísis.
Tengdar fréttir Segir frásögn Pressunnar um gróft ofbeldi fullkomlega ranga "Þessu er fljótt svarað, þessi frétt er nánast í engu samræmi við veruleikann,“ sagði Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, þegar Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni hafði samband við hann vegna hryllilegrar lýsingar manns sem birtist á vefnum Pressunni í morgun. 24. febrúar 2012 17:35 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Segir frásögn Pressunnar um gróft ofbeldi fullkomlega ranga "Þessu er fljótt svarað, þessi frétt er nánast í engu samræmi við veruleikann,“ sagði Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, þegar Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni hafði samband við hann vegna hryllilegrar lýsingar manns sem birtist á vefnum Pressunni í morgun. 24. febrúar 2012 17:35