Fótbolti

Geir gestur í Boltanum á X-inu í dag

Geir Þorsteinsson ásamt landsliðsþjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni.
Geir Þorsteinsson ásamt landsliðsþjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. Mynd/Vilhelm
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður gestur í útvarpsþættinum Boltinn sem er á dagskrá X-ins 977 á milli 11 og 12 í dag.

Íþróttafréttamenn Vísis og Fréttablaðsins, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, eru umsjónarmenn þáttarins sem hóf göngu sína í síðustu viku. Stýra þeir þættinum á hverjum föstudegi.

Um helgina fer fram ársþing KSÍ en nú er nýútkomin út ársskýrsla sambandsins. Geir mun svara spurningum um þetta og fara að auki yfir önnur málefni sambandsins, svo sem nýjan landsliðsþjálfara og verkefni sem og verkefni sem eru fram undan.

Smelltu hér til að hlusta á X-ið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×