Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir árás á fyrrverandi sambýliskonu

Tuttugu og sex ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína, taka hana hálstaki, skella henni utan í veggi og hrinda henni í gólfið. Árásin mun hafa átt sér stað á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur í október árið 2010. Maðurinn neitaði sök og sagði að konan hefði komið á heimili sitt og dottið þegar hann var að beina henni út og haldið henni á lofti við það. Dómurinn tók þeim skýringum mannsins ekki trúanlega. Maðurinn hefur tvisvar verið dæmdur fyrir líkamsárásir og var á skilorði þegar hann braut gegn fyrrverandi sambýliskonunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×