Innlent

Enginn í bílnum

Mynd/Einar
Enginn var i bílnum sem fannst um klukkan níu í morgun út í Vífilstaðavatni. Slökkviliðið sendi kafara að bílnum um leið og af honum fréttist. Kafarar fóru samstundis að bílnum og þá kom í ljós að hann var mannlaus. Kafararnir eru nú að að kanna vatnið í kringum bílinn og telja þeir sig sjá spor við bílinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu munu kafarar leita ofan í vatninu eitthvað fram eftir morgninum til þess að fullvissa sig um að enginn sé í því. Slökkviliðið er einnig farið að huga að því að koma bílnum úr vatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×