Fótbolti

PSG stígur ekki feilspor undir stjórn Ancelotti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paris Saint-Germain er áfram með þriggja stiga forskot á Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3-1 sigur á Evian í gær. PSG hefur unnið fimm fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans Carlos Ancelotti.

Brasilíumaðurinn Nene hefur farið á kostum eftir komu Ancelotti en Nene skoraði tvö mörk í gærkvöldi og hefur þar með skorað sex mörk í fimm leikjum undir stjórn Ítalans.

Cedric Cambon kom Evian yfir á fyrri hálfleik en Nene jafnaði metin á 47. mínútu. Nene kom PSG síðan í 2-1 með sínu ellefta marki á leiktíðinni og Kevin Gameiro skoraði síðan þriðja markið þegar hann fylgdi á eftir skoti Nene.

Thiago Motta lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×