Fótbolti

Guðlaugur Victor skrifaði undir tveggja ára samning við New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðlaugur Victor í leik með U-21 landsliði Íslands.
Guðlaugur Victor í leik með U-21 landsliði Íslands. Mynd. / Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson gekk í morgun frá samningi við bandaríska MLS-liðið New York Red Bulls en leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Þetta kemur fram á Twitter-síðu leikmannsins í dag en hann á aðeins eftir að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. New York Red Bulls er nokkuð sterkt lið í deildinni og til að mynda leikur Thierry Henry með þeim.

Guðlaugur kemur frá skoska liðinu Hibernian en hann er aðeins 20 ára og hefur leikið áður með Liverpool og Dagenham & Redbridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×