Innlent

Lilja kynnir nýtt stjórnmálaafl - hvorki til vinstri né hægri

Lilja Mósesdóttir hefur formlega stofnað nýtt stjórnmálaafl en framboðið mun bjóða fram í öllum kjördæmum landsins samkvæmt tilkynningu frá Lilju. Sjálf sagði Lilja sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrir um ári síðan ásamt Atla Gíslasyni. Síðar sögðu þau sig formlega úr flokknum sjálfum.

Í tilkynningu frá Lilju segir að stjórnmálaaflið, sem verður formlega kynnt á blaðamannafundi á morgun, sé hvorki til hægri né vinstri né miðjumoð. Flokknum er lýst með eftirfarandi hætti í tilkynningu Lilju:

„Hugsun sem gengur út á að skilgreina vandamál og lausnir út frá sérstöðu íslensks samfélags og almannahagsmunum".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×