Innlent

Ferðakonan í Hvalfirði þakkaði Neyðarlínunni fyrir hjálpina

Dönsk ferðakona, sem björgunarsveitarmenn komu til hjálpar í ofsaveðri í Hvalfirði í fyrrinótt, heimsótti starfsfólk Neyðarlínunnar í gærkvöldi og færði því körfu með góðgæti, í þakklætisskyni fyrir þátt þeirra í björguninni.

Þegar tjaldið var fokið ofan af henni og annar búnaður horfinn út í veður og vind, hringdi hún í Neyðarlínuna og var meira og minna í samabndi við hana þar til bjrögunarmennirnir komu á vettvang. Hún bað líka fyrir kveðjur til þeirra, í viðbót við að hafa kysst þá fyrir hjálpina í fyrrinótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×