Fótbolti

Tólf prósent hafa verið beðnir um að svindla

Hörður Magnússon skrifar
Gríðarleg spilling er í knattspyrnuheiminum í Suður-og Austur Evrópu. Heimsmeistaramótið árið 2018 fer fram í Rússlandi og þar virðist spillingin mest.

Víðtæk könnum leiðir þetta í ljós. Leikmannasamtök atvinnuknattspyrnumanna FIFPro stóð fyrir könnunni. 23.6% prósent af leikmönnum sem leika í atvinnumannadeildum í suður-og austur evrópu vita af hagræðingum úrslita.

Í Rússland sem heimsmeistaramótið árið 2018 fer fram er talan mun hærri eða 43 prósent. Nærri tólf prósent leikmanna hafa verið beðnir um að svindla í leikjum og yfir 40 prósent fá laun sín ekki á réttum tíma.

Könnunin staðfestir einnig mikið kynþáttaníð og ofbeldi í þessum heimshluta þó aðallega frá stuðningsmönnum félaganna en einnig frá eigendum og þjálfurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×