Innlent

Dreamliner æfir flugtök í hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli

Boeing 787 Dreamliner farþegaþota kom til Keflavíkur til að æfa lendingar og flugtök í hliðarvindi og má segja að áhöfnin hafi hitt á óskastund í rokinu á Keflavíkurflugvelli í gær.

Þetta kemur fram á vefsíðunni alltumflug.is. Dreamliner , eða Draumfari, er ný kynslóð farþegaþotna, með meira pláss fyrir hvern farþega og mun sparneytnari en þotur af sambærilegri stærð.

Flugleiðir, síðan Icelandair, pantaði nokkrar slíkar á sínum tíma, en hefur selt öll pöntunarnúmer sín á biðlistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×