Fótbolti

Senegal rak landsliðsþjálfarann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Amara Traore.
Amara Traore. Nordic Photos / AFP
Amara Traore hefur verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Senegal en liðið þótti valda miklum vonbrigðum á Afríkukeppninni í knattspyrnu sem nú stendur yfir.

Senegal, sem margir töldu eitt sigurstranglegasta lið keppninnar, tapaði öllum sínum leikjum á mótinu og endaði stigalaust á botni A-riðils.

„Það er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að þjálfarinn ber ábyrgð á úrslitum leikjanna," sagði í yfirlýsingu knattspyrnusambands Senegal.

Senegal mætir næst Suður-Afríku í vináttulandsleik þann 29. febrúar og er leitin að næsta landsliðsþjálfara hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×