Innlent

Fundu amfetamín og eina og hálfa milljón í peningum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 300 grömm af amfetamíni við húsleit í íbúð í Hafnarfirði á föstudag og lagði jafnframt hald á verulega fjármuni, eða um eina og hálfa milljón króna.

Amfetamínið var ætlað til sölu og þá voru peningarnir tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Tveir karlar á fertugsaldri voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. Þeir voru reyndar ekki gripnir á vettvangi heldur á bensínstöð í sama bæjarfélagi skömmu áður. Húsleitin var hins vegar framkvæmd í kjölfar handtökunnar en við leitina naut lögreglan aðstoðar fíkniefnaleitarhunda frá tollinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×