Fótbolti

Capello hættur sem landsliðsþjálfari Englands

Fabio Capello.
Fabio Capello.
Enska knattspyrnusambandið staðfesti í kvöld í Fabio Capello væri hættur sem landsliðsþjálfari Englands. Capello sagði af sér eftir fund með forráðamönnum enska sambandsins áðan.

Capello hefur staðið í deilum við sambandið vegna John Terry. Forkólfar sambandsins fóru fram á það að fyrirliðabandið yrði tekið af Terry en Capello var því ekki sammála.

Því var fundað vegna málsins í dag og sá fundur endaði með því að Capello sagði af sér.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er nú sterklega orðaður við starfið. Hann var sýknaður af ákæru um skattsvik í morgun og hefur lengi dreymt um að þjálfa enska landsliðið.

England tekur þátt í úrslitakeppni EM í sumar og engin óskastaða að missa landsliðsþjálfarann nokkrum mánuðum fyrir mót.


Tengdar fréttir

Capello kallaður á teppið

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun í dag fara á fund forráðamanna enska knattspyrnusambandsins vegna deilunnar um John Terry og fyrirliðastöðu enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×