Fótbolti

Rooney vill fá Redknapp í stað Capello

Mynd/Nordic Photos/Getty
Knattspyrnuheimurinn í Englandi er í uppnámi eftir að Fabio Capello sagði af sér sem landsliðsþjálfari Englands fyrr í kvöld.

Flestir eru sammála um að enska knattspyrnusambandið eigi að ráða heimamann í starfið og nafn Harry Redknapp er þar efst á blaði.

Wayne Rooney veitti honum stuðning sinn á Twitter í kvöld.

"Er í uppnámi vegna afsagnar Capello. Góður gaur og frábær þjálfari. Verðum að fá Englending til að leysa hann af. Ég vil fá Harry Redknapp í starfið," sagði Rooney á Twitter.


Tengdar fréttir

Capello hættur sem landsliðsþjálfari Englands

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í kvöld í Fabio Capello væri hættur sem landsliðsþjálfari Englands. Capello sagði af sér eftir fund með forráðamönnum enska sambandsins áðan.

Capello kallaður á teppið

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun í dag fara á fund forráðamanna enska knattspyrnusambandsins vegna deilunnar um John Terry og fyrirliðastöðu enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×