Fótbolti

Gervinho skaut Fílabeinsströndinni í úrslit | Mæta Sambíu

Didier Drogba fagnar því að Fílabeinsströndin sé komin í úrslit.
Didier Drogba fagnar því að Fílabeinsströndin sé komin í úrslit.
Það verða Fílabeinsströndin og Sambía sem leika til úrslita í Afríkukeppninni en undanúrslitin fóru fram í dag.

Gervinho, leikmaður Arsenal, skoraði eina mark leiksins í leik Fílabeinsstrandarinanr og Malí. Markið kom rétt fyrir leikhlé.

Sambía kom síðan verulega á óvart með því að leggja Gana. Þar skoraði Emmanuel Mayuka eina mark leiksins tólf mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×